Fréttir


Úlfar Hinriksson verður aðstoðarþjálfari hjá Breiðablik

26-04-2010
Úlfar Hinriksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks og verður því Ólafi Kristjánssyni þjálfara liðsins innan handar í sumar.

Úlfar tekur við starfinu af Arnari Grétarssyni sem hætti sem aðstoðarþjálfari og leikmaður liðsins til að taka við starfi íþróttastjóra hjá AEK í Grikklandi.

Úlfar hóf þjálfaraferil sinn hjá Víkingi árið 1994 en samstarf Breiðabliks og Úlfars nær aftur til ársins 1995 þegar hann hóf störf sem þjálfari yngri flokka drengja og stúlkna sem hann sinnti allt til ársins 2004.

Úlfar tók við meistaraflokki kvenna og skilaði íslands - og bikarmeistaratitlum í hús. Eftir það þjálfaði Úlfar hjá KR fram til hausts 2008 er hann réð sig aftur til Breiðabliks.

Samhliða þjálfun hjá Breiðabliki hefur Úlfar ennfremur þjálfað U21 árs landslið kvenna og verið aðstoðarþjálfari A- landsliðs kvenna (2003 - 2004).
 
Úlfar er einnig ritari í stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

 

Samstarfsaðilar