Fréttir


Siggi Donna áfram þjálfari Tindastóls

14-10-2010
Sigurður Halldórsson þjálfari Tindastóls gerði í gær nýjan samning við félagið en hann mun jafnframt þjálfa 2.flokk karla. Sigurður Halldórsson stýrði liði Tindastóls á síðustu leiktíð en þá vann liðið sig upp og varð meistari í þriðju deild.
  
 
 
Mikil ánægja er innan raða Tindastóls með þessa ráðningu en Sigurður gjörþekkir innviði Tindastóls og samfélagsins fyrir norðan. Sigurður þjálfaði Tindastól um nokkurra ára skeið fyrir um 10 árum síðan og kom þá liðinu upp í 1. deild. Þar náði liðið 5. sæti sem er einn besti árangur liðsins frá upphafi.

Samstarfsaðilar