Fréttir


Gunnlaugur tekur við KA

20-10-2010

Gunnlaugur Jónsson, fyrrverandi þjálfari Selfoss og Vals, verður næsti þjálfari knattspyrnuliðs KA í 1. deild karla. Þetta er staðfest í frétt á heimsíðu KA.  Fyrir nokkrum dögum var uppi orðrómur um að Gunnlaugur væri í viðræðum við forráðamenn KA sem áður höfðu rennt hýru auga til Guðjóns Þórðarsonar áður en hann réði sig til BÍ/Bolungarvíkur. 

 
Á heimsíðu KA er ekki greint frá því til hvers langs tíma samningur Gunnlaugs við KA gildir.   Gunnlaugur, sem hætti hjá Val fyrir skömmu, tekur við starfinu af Dean Martin sem hætti eftir leiktíðina í haust og fluttist á Akranes.

Samstarfsaðilar