Fréttir


KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði í nóvember

21-10-2010

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 1. stigs þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 5. - 7. nóvember 2010.  Bókleg kennsla fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og verkleg kennsla í Fjarðabyggðarhöllinni.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu: Nafn, kennitala, heimilisfang, gsm-símanúmer, tölvupóstfang og félag.  Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa og ekki er gerð krafa um að þátttakendur séu starfandi þjálfarar. Þátttökugjald er kr. 15.000,-

Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar á heimasíðu KSÍ.Samstarfsaðilar