Fréttir


KSÍ heldur ráðstefnu um þjálfun barna 12. nóvember

25-10-2010

KSÍ mun halda ráðstefnu um þjálfun barna föstudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu.  Ian mun verða með bóklegan fyrirlestur og verklegar æfingar. 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ mun kynna nýjan DVD disk sem KSÍ hefur tekið upp og er að vinna í að gefa út og snýr að tækniþjálfun barna og á að hvetja börn í að vera dugleg að æfa sig sjálf. 

Fleiri fyrirlesarar munu koma að ráðstefnunni og áhugasamir þjálfarar eru beðnir um að taka daginn frá en dagskrá ráðstefnunnar verður kynnt nánar síðar.  Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öllum opin. 

Skráning er hafin og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka þarf fram fullt nafn, kennitölu, gsm síma og netfang. 

Ráðstefnan telur sem endurmenntun fyrir KSÍ B og KSÍ A gráðu þjálfara.Samstarfsaðilar