Fréttir


Hilmar Rafn þjálfar Ými

29-10-2010
Hilmar Rafn Kristinsson hefur verið ráðinn þjálfari Ýmis sem er varalið HK og leikur í 3.deildinni.  Hilmar Rafn tekur við liðinu af Ragnari Boga Pedersen sem hefur þjálfað Ými undanfarin ár.

Hilmar verður að auki hluti af þjálfararáði knattspyrnudeildar HK og mun vinna náið með Tómasi Inga Tómassyni, aðalþjálfara meistaraflokks karla, Kristófer Sigurgeirssyni aðstoðarþjálfara meistaraflokks og þjálfara 2. flokks karla, og Ragnari Gíslasyni, yfirþjálfara yngri flokka HK, að stefnumótun, markmiðssetningu og þróun þjálfunar innan knattspyrnudeildar félagsins.

Hilmar, sem er 29 ára gamall, á að baki langan og farsælan feril við þjálfun í yngri flokkum HK en hann hefur þjálfað í nánast öllum yngri flokkum félagsins frá árinu 1995 ásamt því að vera til langs tíma umsjónarmaður knattspyrnuskóla HK.

Samstarfsaðilar