Fréttir


Þórhallur Dan tekur við Álftanesi

03-11-2010
Þórhallur Dan Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Álftaness sem leikur í þriðju deild karla. Hann skrifaði undir tveggja ára samning í dag.

Þórhallur sem er 38 ára gamall var fyrirliði Hauka í sumar og tilkynnti það eftir tímabil að hann hefði lagt skóna á hilluna. Álftanes er hans fyrsta þjálfaraverkefni í meistaraflokki.

Álftanes hefur leikið undanfarin fjögur ár í þriðju deild karla og farið í 8-liða úrslit seinustu tvö ár en fallið úr leik eftir það.

Það virðist vera mikill metnaður í Álftnesingum sem ætla sér greinilega stóra hluti á næsta tímabili undir stjórn Þórhalls.

 

Samstarfsaðilar