Fréttir


Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 40 ára

05-11-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður 40 ára laugardaginn 13. nóvember. Í tilefni af þeim merku tímamótum mun KÞÍ halda ráðstefnu, eins og kemur fram hér annarsstaðar á síðunni og einnig bjóða til afmælisveislu í húsakynnum KSÍ í Laugardal frá kl. 18:00-21:00.  Þar verður um standandi boð með smáréttum og léttum veitingum fyrir boðsgesti og fleiri.
 
Léttar veitingar , valin skemmtiatriði og veiting heiðursviðurkenninga
Afmælisveislan hefst kl 18:00 og lýkur klukkan 21:00
Veislan er ætluð boðsgestum en stjórn KÞÍ hvetur fyrrum stjórnarmenn KÞÍ og þjálfara til þess að heiðra okkur með nærveru sinni. 
Þátttaka tilkynnist á netfang KÞÍ eða til stjórnamanna: kthi@kthi.is
 

Samstarfsaðilar