Fréttir


Þór Hinriks áfram með Val

03-10-2014
Þór Hinriksson mun þjálfa kvennalið Vals áfram en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 
 Þór tók við Valí byrjun júí þegar Helena Ólafsdóttir hætti með liðið. 

,,Þór tók við þjálfun liðsins um mitt sumar og mun halda áfram þeirri uppbyggingu sem í vændum er á Hlíðarenda," segir í yfirlýsingu frá Val. 

,,Valskonur stefna á toppbaráttu næsta sumar og er markmiðið að styrkja liðið í bland við að byggja upp á ungum og efnilegum valsstelpum." 

Valur endaði í 7. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar með 23 stig.

 

Samstarfsaðilar