Fréttir


Páll Viðar hættur með Þór

04-10-2014
Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari Þórs en þetta var tilkynnt á lokahófi félagsins í kvöld. 
 
Páll tók við liði Þórs af Lárusi Orra Sigurðssyni í byrjun sumars 2010. 
 
Liðið fór upp í Pepsi-deildina sama ár en féll aftur sumarið 2011. Sama sumar komst liðið í bikarúrslit en tapaði gegn KR. 
 
 
Þór vann 1. deildina með miklum yfirburðum árið 2012 en eftir að hafa endað í 8. sæti í fyrra endaði liðið í langneðsta sæti Pepsi-deildarinnar í ár með 12 stig. 
 
 

Samstarfsaðilar