Fréttir


Arnar Þór Viðarsson ráðinn þjálfari Cercle Brugge

06-10-2014
Cercle Brugge KSV logo.svgBelg­íska knatt­spyrnu­fé­lagið Cercle Brug­ge hef­ur sagt aðalþjálf­ara sín­um, Lor­enzo Staelens, upp störf­um í kjöl­farið á ósigri liðsins um helg­ina, 1:0, gegn Waas­land-Bev­eren. Arn­ar Þór Viðars­son hef­ur verið ráðinn í hans stað en fé­lagið til­kynnti það á vef sín­um rétt í þessu.
 
 
Arn­ar tók við sem aðstoðarþjálf­ari liðsins fyr­ir rúmu ári. Hann er 36 ára gam­all og með leikja­hæstu knatt­spyrnu­mönn­um Íslands fyrr og síðar, og hef­ur verið í röðum Cercle Brug­ge frá ár­inu 2008 en lagði skóna end­an­lega á hill­una í sum­ar. Á síðasta tíma­bili var hann til  taks í leik­manna­hópn­um en en var fyrst og fremst aðstoðarþjálf­ari liðsins.
 
Cercle Brug­ge er í 14. sæti af sex­tán liðum með 9 stig eft­ir 10 um­ferðir í belg­ísku knatt­spyrn­unni.
 
Arn­ar hef­ur verið bú­sett­ur í Belg­íu meira og minna frá ár­inu 1998 þegar hann gekk til liðs við Lok­eren frá FH. Hann var í stutt­an tíma hjá Lilleström í Nor­egi en spilaði með Lok­eren í sjö ár og lék 216 leiki með fé­lag­inu í efstu deild.
 
Þaðan fór hann til Hol­lands og var þar í þrjú ár hjá Twente og De Gra­afschap en sneri aft­ur til Belg­íu árið 2008 þegar hann samdi við Cercle. Hann lék 153 leiki með liðinu í efstu deild. 
 
Arn­ar spilaði 52 lands­leiki fyr­ir Íslands hönd og hef­ur sam­tals leikið 465 deilda­leiki fyr­ir lið sín á ferl­in­um. Aðeins fimm ís­lensk­ir knatt­spyrnu­menn hafa leikið fleiri deilda­leiki frá upp­hafi.

Samstarfsaðilar