Fréttir


Halldór hættur hjá Val

07-10-2014
Valur sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að Halldór Jón Sigurðsson, Donni, sé hættur störfum sem aðstoðarþjálfari liðsins. 

Þetta gerist degi eftir að Valur tilkynnti að Magnús Gylfason sé hættur þjálfun liðsins en Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson hafa verið orðaðir við starfið þó ekkert sé staðfest enn. 
 
 
,,Knattspyrnufélagið Valur og Halldór "Donni" Sigurðsson hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu að rifta samningi á milli aðila," sagði í tilkynningu Vals í morgun. 
 
,,Donni hefur undanfarið árið verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla auk þess að sjá um séræfingar á vegum félagsins við góðan orðstír. Valsmenn þakka Donna kærlega fyrir samstarfið og óska honum jafnframt velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni."
 
 

Samstarfsaðilar