Fréttir


Markmannsþjálfaragráða KSÍ fer af stað í nóvember

07-10-2014
Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Námskeiðið er samtals 120 tímar. Það samanstendur af þremur helgarnámskeiðum og verklegri hópavinnu.
 
 
Námskeiðsgjaldið er 150.000 kr. og umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2014.
- Fyrsta helgin verður 7.-9. nóvember 2014
- Önnur helgin verður 12.-14. desember 2014
- Þriðja helgin verður svo 31. janúar - 2. febrúar 2015
- Hópavinna þar sem þjálfarar fylgjast með öðrum þjálfurum að störfum í leik og á æfingum
- Verklegt próf. Því skal lokið í síðasta lagi 30. apríl 2015
- Umsækjendur verða að hafa lokið UEFA B þjálfaragráðu EÐA vera í því ferli að ljúka UEFA B þjálfaragráðunni. Þjálfarar sem eru ekki byrjaðir á UEFA B þjálfaranáminu geta byrjað á þeirri gráðu með því að skrá sig á námskeið hjá okkur sem hefjast í október
- Þjálfarar sem útskrifast með markmannsþjálfaragráðuna fá réttindi til að kalla sig “KSÍ markmannsþjálfarar”
 
Samkvæmt reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara skulu markmannsþjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna og í 1. deild karla hafa Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Markmiðið með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi. Undanfarin áratug hefur UEFA A og UEFA B þjálfurum fjölgað gríðarlega hér á landi og löngu orðið tímabært að bæta sérhæfingu í námskeiðahaldi fyrir markmannsþjálfara.
 
Hér má finna umsóknareyðublað og reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara.

Samstarfsaðilar