Fréttir


Halldór Jón tekur við Þór

09-10-2014
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, hefur verið ráðinn þjálfari Þórs á Akureyri en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið nú rétt í þessu. 
 
,,Við vorum að skrifa undir. Blekið er varla búið að þorna," sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson formaður knattspyrnudeildar Þórs við Fótbolta.net nú rétt í þessu. 
 
 
Halldór Jón er 31 árs en hann var á nýliðnu tímabili aðstoðarþjálfari hjá Val. Þar áður þjálfaði hann Tindstól með góðum árangri en liðið fór upp í 1. deild undir hans stjórn árið 2011. 
 
,,Hann er þjálfari af þessari nýju kynslóð þjálfara. Við teljum að það sé mjög gott í stöðunni hjá okkur að fá ferska vinda í starfið hjá okkur sem við fáum klárlega með Donna," sagði Aðalsteinn. 
 
Donni tekur við liði Þórs af Páli Viðari Gíslasyni sem hætti um síðustu helgi eftir fjögurra og hálfs árs starf. 
 
Þór endaði í neðsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar eftir tveggja ára dvöl á meðal þeirra bestu.
 
 

Samstarfsaðilar