Fréttir


Jóhannes Harðarson hættir sem þjálfari Fløy

09-10-2014
logoJóhannes Harðarson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari norska liðsins Fløy eftir tímabilið.  Jóhannes hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár en hann var á sínum tíma í íslenska landsliðinu. 
 
Fløy siglir í dag lygnan sjó í 6. sæti í norsku C-deildinni. 
 
 
Jóhannes er 38 ára gamall en hann lék með ÍA áður en hann hélt í atvinnumennsku um aldamótin. 
 
Jóhannes lék meðal annars með Maastricht og Groningen í Hollandi áður en hann gekk til liðs við Start árið 2004 þar sem hann spilaði um áraraðir.
 

Samstarfsaðilar