Fréttir


Ólaf­ur og Sig­ur­björn ráðnir þjálf­ar­ar Vals

09-10-2014
Ólaf­ur Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari, hef­ur verið ráðinn þjálf­ari meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu hjá Val. Sig­ur­björn Hreiðars­son, fyrr­ver­andi fyr­irliði liðsins, verður aðstoðarmaður hans.
 
Ólaf­ur og Sig­ur­björn voru ráðnir til þriggja ára en þeir taka við af Magnúsi Gylfa­syni, sem hef­ur tekið sér frí frá þjálf­un, og Hall­dóri Sig­urðssyni sem tók í dag við sem þjálf­ari Þórs.
 
 
Ólaf­ur stýrði síðast liði Hauka í 1. deild árin 2012-2013 en þar áður var hann landsliðsþjálf­ari, og enn áður þjálf­ari FH sem hann gerði að Íslands­meist­ara í þrígang.
 
Sig­ur­björn kem­ur einnig til þjálf­un­ar hjá Val eft­ir að hafa síðast stýrt Hauk­um nú í sum­ar.
 
Sigurbjörn er öll­um hnút­um kunn­ug­ur á Hlíðar­enda eft­ir að hafa leikið yfir 300 leiki fyr­ir Val og meðal ann­ars orðið Íslands­meist­ari með liðinu árið 2007. Sig­ur­björn var aðstoðarmaður Ólafs hjá Hauk­um árið 2012.
 
Þá hef­ur Val­ur ráðið Salih Heimi Porca sem þjálf­ara 2. flokks. Salih Heim­ir er reynd­ur þjálf­ari en lék með Val á árum áður og varð meðal ann­ars bikar­meist­ari með liðinu árið 1992. Matth­ías Guðmunds­son, fyrr­ver­andi leikmaður Vals, var svo ráðinn þjálf­ari 3. flokks en hann var aðstoðarmaður Sig­ur­björns hjá Hauk­um í sum­ar.
 

Samstarfsaðilar