Fréttir


Óli Stefán aðstoðar Tommy - Ægir áfram

09-10-2014
Ægir Vikt­ors­son skrifaði í dag und­ir samn­ing um að þjálfa áfram meist­ara­flokk kvenna í knatt­spyrnu hjá Grinda­vík og hann mun því stýra liðinu áfram í 1. deild á næsta ári. Hann verður jafn­framt yfirþjálf­ari yngri flokka og þjálf­ari 3. flokks kvenna.
 
Óli Stefán Flóvents­son er kom­inn aft­ur til Grinda­vík­ur og mun starfa í þjálf­arat­eymi meist­ara­flokks karla. Hann mun því aðstoða Tommy Niel­sen sem fyr­ir skömmu var ráðinn aðalþjálf­ari meist­ara­flokks karla, og mun stýra Grinda­vík í 1. deild á næstu leiktíð.
 
Óli Stefán mun sam­hliða því að starfa fyr­ir meist­ara­flokk þjálfa 3. flokk karla auk þess að sinna öðrum störf­um fyr­ir Grinda­vík, eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.
 

Samstarfsaðilar