Fréttir


Þórður Þórðarson tekur við kvennaliði ÍA

09-10-2014
ÍA staðfesti rétt í þessu á vef sínum að Þórður Þórðarson hafi verið ráðinn þjálfari liðsins. Þetta er annað þjálfarastarfið sem Þórður tekur að sér á einum sólarhring því í gær var staðfest að hann hafi verið ráðinn þjálfari U19 ára landsliðs kvenna. 
 
 
 
Þórður stýrði ÍA liðinu í fjölmörgum leikjum í sumar en hann leysti þá af Magneu Guðlaugdóttur af þegar hún þurfti að taka sér frí vegna veikinda barns hennar. 
 
Nú hefur Þórður tekið við starfinu af Magneu en liðið féll úr Pepsi-deildinni í sumar og leikur í 1. deild á næstu leiktíð. 
 
,Þórði er ætlað að halda áfram að leiða uppbyggingu á hinu unga liði Skagastúlkna sem flestar þreyttu frumraun sína í efstu deild í sumar. Honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Ágúst Valsson, sem einnig mun þjálfa og stýra 2.fl kvenna. Ágúst hefur þjálfað 4.fl kvenna síðustu ár. Við væntum þess að samstarf Þórðar og Ágústs verði gott og árangursríkt fyrir félagið," sagði í tilkynningu félagsins.
 

Samstarfsaðilar