Fréttir


Arn­ar í stað Gumma Ben hjá Blik­um

13-10-2014
 
Arn­ar Grét­ars­son, fyrr­ver­andi at­vinnumaður og leikmaður Breiðabliks, hef­ur verið ráðinn þjálf­ari karlaliðs fé­lags­ins í knatt­spyrnu. Hann tek­ur við starf­inu af Guðmundi Bene­dikts­syni sem stýrði Blik­um stærst­an hluta ný­af­staðins keppn­is­tíma­bils.

Arn­ar samdi til þriggja ára við Breiðablik sem er hans upp­eld­is­fé­lag. Hann lék síðast með því sum­arið 2009 þegar liðið varð bikar­meist­ari í fyrsta sinn og var þá jafn­framt aðstoðarmaður Ólafs Kristjáns­son­ar þjálf­ara.
 
 
 
Arn­ar hef­ur síðustu ár stýrt knatt­spyrnu­mál­um hjá Club Brug­ge í Belg­íu starfi sem hann gegndi áður hjá AEK Aþenu í Grikklandi.
 
„Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aft­ur heim í Kópa­vog­inn. Þetta er krefj­andi en jafn­framt mjög spenn­andi verk­efni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólaf­ur, Guðmund­ur og Will­um [Þór Þórs­son] hafa unnið und­an­far­in ár fyr­ir fé­lagið,“ sagði Arn­ar við heimasíðu Breiðabliks.
 
Guðmund­ur Bene­dikts­son tók við Breiðabliki af Ólafi Kristjáns­syni snemma sum­ars eft­ir að Ólaf­ur tók við Nord­sjæl­land í Dan­mörku. Á Twitter-síðu sinni þakkaði Guðmund­ur fyr­ir sig og óskaði Arn­ari velfarnaðar í starfi.
 

Samstarfsaðilar