Fréttir


Theó­dór áfram með Aft­ur­eld­ingu

14-10-2014
merki AftureldingTheó­dór Sveinjóns­son hef­ur skrifað und­ir samn­ing við Aft­ur­eld­ingu um að þjálfa áfram kvennalið fé­lags­ins í knatt­spyrnu, sem bjargaði sér frá falli úr Pepsi-deild­inni með æv­in­týra­leg­um hætti nú í haust.

Lengi vel var út­lit fyr­ir að Aft­ur­eld­ing myndi falla en liðið vann tvo af síðustu fjór­um leikj­um sín­um og komst einu stigi upp fyr­ir FH með því að vinna Fylki í lokaum­ferðinni, á meðan FH tapaði fyr­ir Þór/​KA.
 
Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að Theó­dór muni byggja ofan á þann ár­ang­ur sem náðist í haust. Lið Aft­ur­eld­ing­ar hafi orðið sterk­ara eft­ir því sem á mótið leið en Theó­dór hafi aðeins fengið tveggja mánaða und­ir­bún­ing fyr­ir mótið, eft­ir að hafa tekið við af John Andrews sem hætti í mars.
 
Eng­lend­ing­ur­inn Bill Puckett mun aðstoða Theó­dór líkt og á síðasta keppn­is­tíma­bili.

Samstarfsaðilar