Fréttir


Guðjón vann dómsmálið gegn Grindavík, fær 8,4 millj­ón­ir í bæt­ur

30-10-2014
Guðjón Þórðarson.Hæstirétt­ur staðfesti í dag niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­ness frá því í mars á þessu ári og dæmdi Guðjóni Þórðar­syni knatt­spyrnuþjálf­ara alls 8,4 millj­ón­ir króna auk drátt­ar­vaxta fyr­ir ólög­mæta upp­sögn. Hafði Guðjón gert samn­ing hjá Knatt­spyrnu­deild Grinda­vík­ur.
 
Í nóv­em­ber árið 2011 skrifaði Guðjón und­ir tíma­bund­inn ráðning­ar­samn­ing við knatt­spyrnu­fé­lagið og átti samn­ing­ur þessi að gilda til 15. októ­ber 2014. Tíma­bundn­ir ráðning­ar­samn­ing­ar eru al­mennt óupp­segj­an­leg­ir á samn­ings­tím­an­um, nema sér­stak­lega sé um annað samið. Ein­ung­is var veitt heim­ild til upp­sagn­ar á launalið samn­ings­ins, en ekki samn­ing­um í heild.
 
Fram kem­ur í dómn­um að Guðjón hafi hins veg­ar fengið til­boð um stór­fellda lækk­un launa auk niður­fell­ing­ar á öðrum um­sömd­um hlunn­ind­um. Með þessu var Guðjóni í raun sagt upp samn­ingn­um og á hann því rétt á skaðabót­um vegna þess.
 
Var knatt­spyrnu­fé­lag­inu að auki gert að greiða Guðjóni máls­kostnað hans fyr­ir Hæsta­rétti sem nem­ur alls 400.000 krón­um.
 
 

Samstarfsaðilar