Fréttir


Ási Haralds ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar

31-10-2014
Ásmundur Guðni Haraldsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar en hann mun starfa með Gregg Ryder. Ásmundur mun að auki þjálfa 2. flokk Þróttar en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 
 
Ásamt störfum sínum fyrir Þrótt mun hann starfa áfram sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu
 
 
Ási hefur áður verið yfirþjálfari bæði hjá Gróttu og Stjörnunni, ásamt því að þjálfa meistaraflokk karla hjá Gróttu í mörg ár. 
 
Ási gerir tveggja ára samning við Þrótt en hann mun einnig stýra afreksstarfi deildarinnar sem og knattspyrnuskóla Þróttar. Þess má geta að Ási lék með Þrótti árin 1998-1999 og á að baki 28 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum 8 mörk. 
 
,,Knattspyrnudeild Þróttar bindur miklar vonir við ráðningu Ásmundar og óskar honum velfarnaðar í starfi," segir á heimasíðu Þróttar.
 

Samstarfsaðilar