Fréttir


Auðun Helga tekinn við Sindra

01-11-2014
merki SindriFyrrum landsliðsmaðurinn Auðun Helgason hefur verið ráðinn þjálfari Sindra í 2. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gærkvöldi. 
 
Óli Stefán Flóventsson hætti hjá Sindra á dögunum eftir fimm ára starf en hann er kominn í þjálfarateymi Grindvíkinga. Auðun hefur nú tekið við keflinu af honum. 
 
 
 
,,Nýráðinn þjálfarinn og stjórn eru spennt fyrir komandi mánuðum og telur stjórn knattspyrnudeildar Sindra að stigið hafi verið skref í rétta átt að þeim markmiðum sem liðið stefnir að með ráðningu Auðuns," segir á heimasíðu Sindra. 
 
Hinn fertugi Auðun var aðstoðarþjálfari hjá Selfyssingum 2011 og 2012 en hann spilaði með liðinu fyrra tímabilið. Þá var hann aðstoðarþjálfari Fram síðari hluta sumars 2013 eftir að Ríkharður Daðason tók við liðinu. 
 
Auðun spilaði sjö leiki með Sindra í 2. deildinni í sumar en hann ætlar að einbeita sér að þjálfuninni núna. 
 

Samstarfsaðilar