Fréttir


Sandor Matus spilandi aðstoðarþjálfari Þórs

02-11-2014
Sandor Matus hefur verið ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs í knattspyrnu. Frá þessu var gengið með samningi milli hans og Knattspyrnudeildar Þórs í dag. 
 
Sandor kom til Þórs fyrir nýafstaðið tímabil, en hafði áður leikið með KA frá árinu 2004. 
 
 
Sandor, sem er 38 ára og ungverskur að uppruna, hefur um árabil verið einn besti markvarðaþjálfari landsins og á meðal bestu markvarða í íslenskri knattspyrnu. 
 
Sandor var valinn besti leikmaður Þórs í sumar og heiðraður á lokahófi Knattspyrnudeildar á dögunum. 
 

Samstarfsaðilar