Fréttir


Ómar Freyr tekur við ÍH

04-11-2014
merki ÍHÓmar Freyr Rafnsson, oft kallaður bangsi, hefur verið ráðinn þjálfari ÍH. 

Ómar spilaði með ÍH á sínum tíma en hann hefur einnig leikið með Huginn, Haukum, Álftanesi og Sindra. 
 
 
 
ÍH féll úr 3. deildinni í sumar en eftir góða byrjun fór að halla undan fæti. 
 
Fannar Freyr Guðmundsson hefur þjálfað ÍH undanfarin þrjú tímabili en á fundi með stjórn félagsins í síðustu viku sagði hann starfi sínu lausu. 
 
,,Stjórnin þakkar Fannari fyrir vel unnin störf sem þjálfari liðsins undanfarin ár og um leið bjóðum við Ómar velkominn til leiks. Fleiri fréttir af leikmannamálum koma á næstu dögum," segir á Facebook síðu ÍH. 
 
 
 

Samstarfsaðilar