Fréttir


Magni Fannberg þjálfari Brommapojkarna

11-11-2014
Magni Fannberg hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bromm­a­pojkarna um þjálfun aðalliðs félagsins. BP féll úr sænsku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili. 

Magni er 35 ára og hefur þjálfað yngri lið félagsins með góðum árangri undanfarin ár. 
 
 
 
„Það er vissu­lega erfitt að taka við liði sem hef­ur fallið um deild því slíku fylg­ir alltaf tekjutap og sparnaður. Hér eru marg­ir með lausa samn­inga og við erum ekki með nema 12-13 leik­menn klára í augna­blik­inu, en stefn­an er að byggja upp á ung­um og upp­öld­um leik­mönn­um," segir Magni við mbl.is. 
 
Magni er fyrrum þjálfari Fjarðabyggðar í 1. deildinni en hann hefur einnig starfað við þjálfun hjá Grindavík, Val og HK. 
 
 

Samstarfsaðilar