Fréttir


Ómar sæmdur gullmerki KÞÍ og Loga afhent sitt gullmerki

13-11-2014
Á aðalfundi KÞÍ í kvöld var Ómar Jóhannsson sæmdur gullmerki KÞÍ og einnig sæmdur silfurmerki KSÍ við sama tækifæri. Ómar hefur verið gjaldkeri KÞÍ undanfarin sextán ár og gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ á aðalfundinum í kvöld.
 
 
Logi Ólafsson fékk afhent gullmerki KÞÍ sem hann var sæmdur á afmælisráðstefnu KÞÍ á 40 ára afmæli félagsins 13. nóvember 2010. Logi gat því miður ekki verið viðstaddir þá, en fékk gullmerki sitt afhent í kvöld.

Báðir hafa þeir lagt mikið til þjálfunar knattspyrnumanna í gegnum tíðina og hafa þeir báðir setið í í stjórn KÞÍ og Ómar að hætta eftir sextán ára stjórnarsetu. 
 
Heiðursmerki úr gulli veitist  aðeins þeim sem  unnið hafa knattspyrnuþjálfun langvarandi og þýðingarmikil störf.

Samstarfsaðilar