Fréttir


Þorkell Máni í þjálfarateymi Keflavíkur

18-11-2014
Þorkell Máni Pétursson hefur bæst í þjálfarateymi Keflavíkur en hann er búinn að skrifa undir samning hjá félaginu. Þetta staðfesti Máni í samtali við Fótbolta.net í dag. 

Kristján Guðmundsson gerði í haust nýjan samning við Keflvíkinga en Gunnar Magnús Jónsson var honum til aðstoðar á síðasta tímabili. 
 
 
Gunnar Magnús verður áfram í þjálfarateyminu en Máni mun einnig koma inn í það. 
 
Máni þekkir til í Keflavík því hann var aðstoðarþjálfari liðsins síðari hluta tímabils í fyrra eftir að Kristján tók við af Zoran Daníel Ljubicic. 
 
Máni þjálfaði kvennalið Stjörnunnar 2008 og 2009 en áður þjálfaði hann yngri flokka hjá Haukum og Fjölni. 
 
Keflavík endaði í 8. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en liðið ætlar sér stærri hluti á næsta tímabili. 
 
 
 

Samstarfsaðilar