Fréttir


Edda í þjálf­arat­eymi KR

19-11-2014
Edda Garðars­dótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarþjálf­ari meist­ara­flokks kvenna í KR  í knatt­spyrnu og styrkt­arþjálf­ari meist­ara­flokks og yngri flokka fé­lags­ins. Þetta kem­ur fram á vef fé­lags­ins.
 
Edda er upp­al­in KR-ing­ur en hún lék með yngri flokk­um fé­lags­ins og með meist­ara­flokki frá 13 ára aldri. Hún spilaði sam­tals 218 leiki með KR og átt­undi leikja­hæsti leikmaður liðsins. Hún lék síðast með KR árið 2008 en þá hélt út í at­vinnu­mennsku þar sem hún spilaði bæði í Svíþjóð og á Englandi. Á síðustu leiktíð var Edda í þjálf­arat­eymi Vals en hún lék með Val hluta úr tíma­bil­inu árið 2013.
 
Björg­vin Karl Gunn­ars­son er þjálf­ari KR-liðsins sem bar sig­ur úr být­um í 1. deild­inni á síðustu leiktíð og leik­ur því í Pepsi-deild­inni á næsta tíma­bili.

Samstarfsaðilar