Fréttir


Páll Viðar tek­ur við liði Völsungs

20-11-2014
Páll Viðar Gísla­son er tek­inn við þjálf­un þriðju­deild­arliðs Völsungs í knatt­spyrnu að því er fram kem­ur á fot­bolti.net.
 
Páll hef­ur þjálfað Þór á Ak­ur­eyri und­an­far­in ár en eft­ir tíma­bilið sagði Páll skilið við Þórsar­ana sem hann hef­ur stýrt und­an­far­in fjög­ur ár.
 
Páll Viðar tek­ur við Völsungsliðinu af Ragn­ari Hauks­syni sem á dög­un­um hætti með liðið af per­sónu­leg­um ástæðum. Völsung­ur féll úr 2. deild­inni í haust.
 
„Ég tók mér ágæt­is tíma í að skoða mál­in og þetta er spenn­andi verk­efni. Þetta er áskor­un á mann að breyta aðeins til,“ seg­ir Páll Viðar við fot­bolti.net.

Samstarfsaðilar