Fréttir


Helgi Kolviðsson tekur við Wiener Neustadt

25-11-2014
Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn þjálfari Wiener Neustadt í austurrísku úrvalsdeildinni. Helgi þjálfaði áður Austria Lustenau í B-deildinni í Austurríki en hann hætti þar fyrr á þessu ári. 

 
 
Hinn 43 ára gamli Helgi hefur nú tekið við Wiener Neustadt af Heimo Pfeifenberger sem var rekinn fyrir tveimur vikum. 
 
Helgi gerði samning við Neustadt út tímabilið með sjálfkrafa eins árs framlengingu ef liðið heldur sæti sínu. 
 
Neustadt er í basli í neðsta sæti austurrísku deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. Helgi fær nú það verkefni að reyna að snúa gengi liðsins við. 
 
,,Það er frábært verkefni að taka við Wiener Neustadt og við munum reyna að vinna að því að halda sætinu í úrvalsdeildinni," sagði Helgi. 
 
Helgi fór út í atvinnumennsku árið 1995 og árið 2008 tók hann við þjálfun Pfullendorf í Þýskalandi. Hann lék á ferli sínum samtals 30 leiki með íslenska landsliðinu. 
 

Samstarfsaðilar