Fréttir


Guðmundur Hreiðarsson hætt­ir hjá KR

28-11-2014
 „Það eru 99% lík­ur á að ég verði ekki áfram í KR. Það eru eng­in illindi á bakvið það. Þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Guðmund­ur Hreiðars­son sem verið hef­ur mark­mannsþjálf­ari bikar­meist­ara KR og ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu und­an­far­in ár.
 
Guðmund­ur var í þjálf­arat­eymi KR ásamt þeim Rún­ari Krist­ins­syni og Pétri Pét­urs­syni sem nú eru horfn­ir á brott. Bjarni Guðjóns­son og Guðmund­ur Bene­dikts­son voru kynnt­ir sem nýir þjálf­ar­ar KR um mánaðamót­in en þá kom ekk­ert fram um hver myndi gegna starfi mark­mannsþjálf­ara.
 
„Ég veit ekki hvað þeir eru að spá. Ég er bara að gæla við það að ein­beita mér að landsliðinu og gera það enn bet­ur en ég hef gert hingað til. KR er topp­klúbb­ur og það hef­ur verið frá­bært að vinna þar með Pétri, Rún­ari, Loga, Steina Gísla, og svo öll­um markvörðunum sem hafa verið þar. Það hafa verið for­rétt­indi en nú geri ég hlé á þess­um kafla í lífi mínu, alla vega hvað KR varðar,“ sagði Guðmund­ur. Hann seg­ir að of seint hafi verið komið að máli við sig um að starfa áfram sem mark­mannsþjálf­ari hjá KR.
 
„Þetta er ákvörðun sem ég tók sjálf­ur eft­ir að ég sá hlut­ina þró­ast í ákveðna átt. Bjarni vildi svo hitta mig og ræða mál­in en þá var ég bú­inn að taka ákvörðun. Mark­mannsþjálf­un skipt­ir mjög miklu máli og mark­mannsþjálf­ari er hluti af þjálf­arat­eym­inu. Ef maður skynj­ar það að maður sé ekki hluti af teym­inu þá er kannski ágætt að gera eitt­hvað annað. Ég skil mjög sátt­ur við KR og verð bara á pöll­un­um í staðinn,“ bætti hann við.
 
Guðmund­ur kveðst ekki úti­loka að taka við sem mark­mannsþjálf­ari hjá öðru fé­lagi í Pepsi-deild­inni en seg­ist ekki ætla að taka neina ákvörðun fyrr en eft­ir ára­mót. Landsliðið eigi hug sinn all­an í dag.

Samstarfsaðilar