Fréttir


Magnús spilandi aðstoðarþjálf­ari Fram

28-11-2014
Magnús Már Lúðvíks­son, sem hef­ur leikið með Vals­mönn­um síðustu ár, skrifaði í morg­un und­ir tveggja ára samn­ing við Fram þar sem hann verður leikmaður og aðstoðarþjálf­ari.
 
Magnús er 33 ára gam­all og hef­ur spilað 140 leiki í efstu deild með Val, KR, Þrótti og ÍBV. Hann hef­ur leikið sem miðvörður með Val und­an­far­in ár en get­ur spilað flest­ar stöður á  vell­in­um.

Hann er þriðji leikmaður­inn sem Fram sem­ur við í vik­unni. Fram­ar­ar, sem féllu í 1. deild­ina í haust, fengu aft­ur til sín Ein­ar Má Þóris­son, sem fór frá þeim til KV á miðju sumri, og Orri Gunn­ars­son hef­ur gert nýj­an samn­ing við fé­lagið.

Samstarfsaðilar