Fréttir


Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla

29-11-2014
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Halldórs Björnssonar sem þjálfara U17 landsliðs karla næstu tvö árin, og mun hann jafnframt taka við hæfileikamótun KSÍ.

Halldór, sem hefur lokið KSÍ-A þjálfara gráðu og markmannsþjálfaragráðu, hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ og var í þjálfarateymi A landsliðs kvenna sem komst í 8 liða úrslit í lokakeppni EM Í Svíþjóð 2013.  Auk þess hefur Halldór þjálfað á Selfossi í áraraðir, m.a. 2. og 3. flokka karla og kvenna og mfl. kvenna. Þá var hann um tíma í fullu starfi hjá Knattspyrnuakademíu Íslands á Suðurlandi, var í þjálfarateymi mfl. karla há Selfossi þegar liðið lék í Pepsi-deildinni og starfaði síðast sem aðstoðarþjálfari mfl.ka. hjá Fylki.

Halldór hefur störf í byrjun janúar 2015 og gildir ráðningin til ársloka 2016. 

Samstarfsaðilar