Fréttir


Ólafur Hlynur tekur við Hamri

29-11-2014
merki HamarÓlafur Hlynur Guðmarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistarflokks Hamars í Hveragerði en skrifað var undir samning í Hamarshöllinni í fyrradag. 
 
 
Ólafur þjálfaði kvennalið í Danmörku áður en hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann tók við kvennaliði Fjarðabyggðar. Í sumar þjálfaði Ólafur síðan KB í 4. deild karla. 
 
Ólafur starfar einnig sem yngri flokka þjálfari hjá Breiðabliki en þar þjálfar hann 4. og 3 flokk karla. 
 
Ingólfur Þórarinsson þjálfaði Hamar en liðið féll úr 3. deildinni í sumar eftir að hafa fallið úr 2. deildinni í fyrra. 
 

Samstarfsaðilar