Fréttir


Sigurður Ragnar aðstoðarþjálfari hjá Rúnari hjá Lilleström

08-12-2014
Sig­urður Ragn­ar Eyj­ólfs­son hef­ur verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari Lilleström í norsku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu. Hann mun því aðstoða Rún­ar Krist­ins­son sem í vet­ur var ráðinn aðalþjálf­ari liðsins.
 
Sig­urður Ragn­ar var einnig með til­boð í hönd­un­um frá ástr­alska knatt­spyrnu­sam­band­inu
 um að ger­ast aðstoðarmaður tækni­legs ráðgjafa hjá landsliðinu, en ákvað að hafna því.
 
„Ég vil vera þjálf­ari úti á velli og ég fæ tæki­færi til þess hjá Lilleström.

 Það verður spenn­andi að vin­an með Rún­ari sem ég þekki vel frá fyrri tíð,“ sagði Sig­urður Ragn­ar við heimasíðu Romeriks Blad en auk þess að verða Rún­ari til aðstoðar með aðalliðið mun hann stýra varaliðinu sem spil­ar í 2. deild­inni.
 
Sig­urður Ragn­ar var síðast þjálf­ari karlaliðs ÍBV en sagði starfi sínu lausu eft­ir að keppn­is­tíma­bil­inu lauk í haust. Hann var áður þjálf­ari kvenna­landsliðsins sem náði afar góðum ár­angri und­ir hans stjórn.

Samstarfsaðilar