Fréttir


Andri Steinn tekur við Þrótti Vogum

13-12-2014
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hefur náð samkomulagi við Andra Stein Birgisson um þjálfun á meistaraflokki félagsins á næsta tímabili. Hann tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem þjálfaði liðið síðustu tvö tímabil með góðum árangri. 
 
 
 
Mikill uppgangur hefur verið í knattspyrnunni í Vogum síðustu árin með tilkomu nýju keppnis og æfingasvæði. Einnig var áhorfendastúka tekin í gagnið fyrr á þessu ári. 
 
„Við hjá Þrótti Vogum erum hæst ánægð að fá Andra til starfa eftir farsælan feril sem leikmaður og hefur hann unnið með mörgum reynslumiklum þjálfurum. Þróttur Vogum spilar í 4. deildinni næsta sumar og það er skemmtilegt og spennandi tímabil framundan,“ segir Marteinn Ægisson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar Vogum. 
 
„Þetta er spennandi verkefni, metnaðarfull stjórn og aðstaðan virkilega góð. Framundan er áframhaldandi uppbyggingarstarf og það verður gaman að leggja sitt af mörkum,“ segir Andri Steinn. 
 
Andri Steinn er þrítugur en hann spilaði í sumar með Haukum í 1. deildinni. 
 
 

Samstarfsaðilar