Fréttir


Helena tek­ur við Fort­una í Nor­egi

17-12-2014
Helena Ólafs­dótt­ir hef­ur verið ráðin þjálf­ari norska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Fort­una Ålesund. Hún skrifaði und­ir samn­ing til tveggja ára með mögu­leika á fram­leng­ingu um eitt ár til viðbót­ar.
 
 
Fort­una, sem tefl­ir ein­göngu fram kvennaliði, hafnaði í 4. sæti norsku 1. deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð og var í bar­áttu um að kom­ast upp í úr­vals­deild­ina.

Helena var síðast þjálf­ari Vals í Pepsi-deild­inni en hætti þar í sum­ar. Ásamt henni er Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir hjá Kristianstad í Svíþjóð eina ís­lenska kon­an sem þjálf­ar at­vinnu­mannalið í knatt­spyrnu.

Helena á lang­an fer­il að baki sem þjálf­ari. Eft­ir far­sæl­an fer­il sem leikmaður tók hún við Val sem þjálf­ari árið 2002. Hún gerði liðið að bikar­meist­ara árið 2003 og stýrði svo kvenna­landsliðinu í kjöl­farið til árs­ins 2004. Þá tók hún við KR sem varð bikar­meist­ari árin 2007 og 2008 und­ir stjórn Helen­ar. Hún þjálfaði Sel­foss 2009 og tók svo við FH í októ­ber 2010, og kom liðinu í úr­vals­deild­ina ári síðar en hætti í júlí 2012. Um haustið það ár tók hún svo við Val.

Samstarfsaðilar