Fréttir


Kristján Ómar ráðinn aðstoðarþjálfari Gróttu

03-01-2015
Grótta hefur ráðið Kristján Ómar Björnsson aðstoðarþjálfara liðsins en hann kemur frá Haukum þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 

Gunnar Guðmundsson var í haust ráðinn þjálfari Grótu sem vann sér sæti í 1 .deildinni í haust. Hann hefur nú fengið Kristján Ómar sér til aðstoðar. Ekki er ljóst hvort hann muni spila með liðinu en hann er fyrst og fremst ráðinn sem aðstoðarþjálfari. 
 
 
 
 
Frá þessu er greint á vef Gróttu í dag en Kristján Ómar á að baki 264 meistaraflokksleiki með Haukum og Þrótti, þar á meðal 64 leiki í efstu deild. Kristján er með UEFA-A þjálfaragráðu og er einnig rómaður einka- og styrktarþjálfari. Kristján hefur haldið fjölda fyrirlestra á síðustu árum, þar á meðal á þjálfaranámskeiðum KSÍ, um hugarþjálfun og lífsstíl í íþróttum. 

,,Ég hef þekkt Gunna (Gunnar Guðmundsson þjálfara) síðan við spiluðum saman hjá Stjörnunni árin 1998 og 1999. Síðan hefur maður mætt hans liðum með Haukunum síðustu ár svo við höfum alltaf haldið sambandi. Hann frétti nýlega af því að ég væri á förum frá Haukum og heyrði í mér hljóðið. Mér leist strax vel á þessa áskorun og hlakka til að mæta á fyrstu æfinguna á mánudaginn," sagði Kristján Ómar á vef Gróttu í dag.
 
 

Samstarfsaðilar