Fréttir


Skýrsla frá ráðstefnu AEFCA í Króatíu

07-01-2015
Árleg ráðstefna Evrópska Þjálfarafélagsins AEFCA fór fram í Zagreb í Króatíu  9-12 desember síðastliðinn og fulltrúar KÞÍ á ráðstefnunni að þessu sinni voru Sigurður Þórir Þórisson formaður KÞÍ og Kristján Guðmundsson varaformaður KÞÍ.
 
 
Meginþemað þessa daga voru upplýsingar og umræður um HM2014 þar sem fulltrúar tækninefndar FIFA og UEFA fluttu erindi ásamt því að Króatar kynntu stefnu sína og sýn í þjálfun í Króatíu. Ráðstefnan tókst í alla staði mjög vel og hér að neðan er tengill inn á heimasíðu AEFCA þar sem ráðstefnan er dregin saman á máli og myndum, aðgengi að fyrirlestrum sem voru fluttir, í pdf skjölum,  og myndbönd af verklega þættinum á ráðstefnunni.  
 

Samstarfsaðilar