Fréttir


Sigurður Þórir tekur við Skallagrími

09-01-2015
Sigurður Þórir Þorsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms í 4. deild karla. 

Sigurður er öllum hnútum kunnur í knattspyrnunni en þjálfaraferill hans spannar rúm 30 ár. 
 
 
 
Sigurður Þórir hefur starfað sem meistaraflokksþjálfari hjá ÍR, Breiðablik og Aftureldingu, yfirþjálfari hjá Fylki og þá hefur hann verið formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands samfellt frá 1998 til dagsins í dag. 
 
,,Knattspyrnudeild Skallagríms lítur á ráðningu Sigurðar sem metnaðarfullt skref fyrir knattspyrnuna hér í Borgarnesi og eru miklar vonir bundnar við hann. Knattspyrnudeild Skallagríms býður Sigurð velkominn til starfa," segir á heimasíðu Skallagríms. 
 
Borgnesingar mættu aftur til leiks í 4. deildinni árið 2013 eftir að hafa tekið sér frí sumarið 2012. 
 

Samstarfsaðilar