Fréttir


Eyjólfur Sverrisson áfram þjálfari U21 karla

16-01-2015
Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2017.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Aðstoðarþjálfari Eyjólfs verður áfram Tómas Ingi Tómasson.
 
Undir stjórn þeirra félaga hafnaði U21 liðið í 2. sæti síns riðils í undankeppni EM 2015 og lék gegn Dönum í umspili um sæti í lokakeppni EM, sem fram fer í Tékklandi í sumar.  Danir höfðu þar naumlega betur og mæta gestgjöfunum í opnunarleiknum í sumar.
 
Eyjólfur var við stjórnvölinn hjá U21 liða karla sem fór eftirminnilega alla leiðina í úrslitakeppni EM 2011, og eins og kunnugt er hafa síðan margir af leikmönnum Íslands í þeirri keppni tekið skrefið upp í A landsliðið, þar sem þeir gegna lykilhlutverki.

Samstarfsaðilar