Fréttir


KÞÍ hjálpar þjálfurum sem eiga inni laun

23-01-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur undanfarin ár þurft að hjálpa þjálfurum sem eiga inni ógreidd laun hjá félögum. 

Eins og við greindum frá á dögunum hafa Leikmannasamtök Íslands hjálpað leikmönnum sem eiga inni laun en þjálfarafélagið gerir slíkt hið sama fyrir þjálfara. 
 
 
,, Á hverju einasta ári koma upp nokkur tilfelli þar sem þjálfarar hafa samband við okkur vegna þess að félög hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar eins og t.a.m hafa ekki veriði borguð laun og hafa þjálfarar þá haft samband við okkur í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands og við beðin um að aðstoða í málinu," sagði Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ við Fótbolta.net. 
 
,,Það gerum við að sjálfsögðu. Við höfum samband við félögin, eða þjálfarar hafa samband við sitt félag ef þeim sýnist svo. Ef málin eru þess eðlis bendum við á lögfræðing KÞÍ og hann hefur sambandi við félagið og ef félagið bregst ekki við er ekkert annað fyrir lögfræðing okkar að gera en að stefna félaginu og er það algjörlega að kostnaðarlausu fyrir félagsmenn í KÞÍ." 
 
,,Einnig erum við með sérstakt fagráð sem tekur á erfiðum málum sem koma upp í samkiptum þjálfara við hina ýmsu aðila." 
 
Sigurður segir að málhafi bæði komið upp hjá þjálfurum í meistaraflokki sem og í yngri flokkum. 
 
,,Þetta er að langmestu leyti í meistaraflokki en að því miður koma upp tilfelli líka í yngri flokkunum þar sem félög standa ekki við sínar skuldbindingar. Vinnum við í KÞÍ að sjálfsögðu jafnmikið fyrir þjálfara í yngri flokkum eins og í meistaraflokkum. Það eru allir þjálfarar jafnmikilvægir hjá okkur." 
 
,,Við tölum við þjálfara þegar við fáum fregnir af því að þjálfara hefur verið sagt upp störfum. Við ræðum við þjálfarann og spyrjum að því hvernig hefur verið staðið að uppsögninni. Hefur verið staðið "rétt" og löglega að henni?" 
 
,,Við höfum þurft að koma að málum þar sem hlutirnir eru ekki í lagi og spyrjum við líka að því hvernig og hvenær viðkomandi félag ætlar að ganga frá greiðslum við félagið. Oft kemur það fyrir að félagið sem viðkomandi hefur þjálfað hjá lofar öllu fögru en síðan kemur á daginn að það er ekki og hafa þjálfarar þá samband við okkur og komum við félagsmönnum KÞÍ í samband við lögfræðing okkar." 
 
,,Við erum með ráðningasamning sem við höfum verið að vinna að ásamt lögfræðing og fleiri aðilum sem á hjálpa þjálfurum í samingagerð hjá sér við félögin í framtíðinni."
 
Frétt frá Fótbolta.net. 

Samstarfsaðilar