Fréttir


Pétur Péturs tekinn við Fram

16-05-2015
Pétur Pétursson er tekinn við knattspyrnuliði Fram í fyrstu deild karla, en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

 

Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu, en Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Fram, óskaði eftir því af persónulegum ástæðum að fá að hætta með liðið og urðu Framarar við þeirri beiðni.
 
„Þeir munu stýra leiknum gegn Gróttu í bikarnum saman á þriðjudag," sagði Sverrir Einarsson, formaður Fram, í samtali við Vísi sem er ánægður með að fá Pétur í stað Kristins.

„Ég er fyrst og fremst svekktur að Kristinn gat ekki haldið áfram. Hann er algjör últra drengur, en heilsufarsástæður hamla honum."

„Hann á auðvitað að láta sjálfan sig í fyrsta sætið og við styðjum hann 100% í því."

„Pétur var klár í slaginn þegar klárt var að Kristinn myndi hætta. Við höfum fulla trú á Pétri og hann þekkir þetta allt," sagði Sverrir að lokum. 

Pétur var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR, en hann var einnig aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu þegar Ólafur Jóhannesson var við stjórnvölinn.
 

Samstarfsaðilar