Fréttir


Helgi Kolviðsson tekur við Ried í Austurríki

04-06-2015
SV Ried.pngHelgi Kolviðsson hefur verið ráðinn þjálf­ari aust­ur­ríska liðsins Ried, sem hafnaði í sjötta sæti á ný­loknu tíma­bili í Aust­ur­ríki.  Helgi þjálfaði Wiener Neusta­dt í sömu deild frá því í nóv­em­ber en hann tók við því í von­lít­illi stöðu á botni deild­ar­inn­ar og því tókst ekki að forðast fall þó að litlu hafi munað.
 
„Ég fékk geysi­lega mikla reynslu af því að vera með lið í svona botn­bar­áttu og lærði heil­mikið af því. Við átt­um ekki að eiga mögu­leika, vor­um með lang­minnsta fjár­magnið í þess­ari deild, en þegar til kom átt­um við mögu­leika á að halda okk­ur uppi al­veg fram í loka­leik­inn. Ég fann að hjá Wiener Neusta­dt voru menn ánægðir með það sem ég var að gera og það varð alla­vega til þess að mér var boðið þetta starf,“ sagði Helgi við Morg­un­blaðið.

Samstarfsaðilar