Fréttir


Kristján lát­inn fara frá Kefla­vík

04-06-2015
Kristjáni Guðmunds­syni hef­ur verið sagt upp störf­um sem þjálf­ara Kefla­vík­ur í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu. Kristján mun láta að störf­um ásamt aðstoðar­manni sín­um, Þor­keli Mána Pét­urs­syni.
 
Þor­steinn Magnús­son, formaður Kefla­vík­ur, staðfesti þetta í kvöld og sagði stjórn fé­lags­ins nú vera á byrj­un­ar­reit í leit að eft­ir­manni Kristjáns.

Kristján tók við Kefla­vík öðru sinni árið 2013.  Áður var hann þjálf­ari þess á ár­un­um 2005-2009. Kefla­vík hef­ur byrjað af­leit­lega og er enn án sig­urs með eitt stig eft­ir sex leiki. Liðið tapaði 5:0 fyr­ir KR í 32ja liða úr­slit­um bik­ars­ins í gær­kvöldi og hef­ur liðið ein­ung­is skorað þrjú mörk í sum­ar.

Samstarfsaðilar