Fréttir


Jó­hann Birn­ir og Hauk­ur Ingi taka við Kefla­vík

05-06-2015
Jó­hann Birn­ir Guðmunds­son og Hauk­ur Ingi Guðna­son voru í dag kynnt­ir sem þjálf­ar­ar Kefla­vík­ur í Pepsi-deild karla, en þeir taka við kefl­inu af Kristjáni Guðmunds­syni, sem var lát­inn taka poka sinn á dög­un­um. Þetta kem­ur fram á vef Kefla­vík­ur.
 
Kristján Guðmunds­son var lát­inn fara frá Kefla­vík eft­ir 5:0 tap gegn KR í 32-liða úr­slit­um Borg­un­ar­bik­ars­ins á dög­un­um, en liðið er þá ein­ung­is með 1 stig eft­ir sex um­ferðir í Pepsi-deild­inni.

Jó­hann Birn­ir, sem leik­ur með liðinu, tek­ur tíma­bundið við liðinu út tíma­bilið, en Hauk­ur Ingi Guðna­son mun stýra liðinu með hon­um. Hauk­ur Ingi kann­ast vel við sig hjá Kefla­vík en hann lék síðast með liðinu árið 2009.

Hauk­ur var síðast aðstoðarþjálf­ari Fylk­is, en ásamt því var hann yfirþjálf­ari yngri flokka knatt­spyrnu­deild­ar Fylk­is.

Gunn­ar Magnús Jóns­son verður aðstoðarþjálf­ari liðsins.

Samstarfsaðilar