Fréttir


Andlát: Þorsteinn Elías Þorsteinsson knattspyrnuþjálfari

10-06-2015
Þorsteinn Elías Þorsteinsson.Þor­steinn Elías Þor­steins­son, þjálf­ari þriðja flokks kvenna í knatt­spyrnu hjá Fylki, lést mánu­dag­inn 8. júní. Þor­steinn var 37 ára. Bana­mein hans var heila­blóðfall.

Þor­steinn veikt­ist al­var­lega á æf­ingu hjá þriðja flokki kvenna sl. sunnu­dag.
 
Í til­kynn­ingu sem hef­ur verið birt á heimasíðu Fylk­is seg­ir, að stúlk­ur á æf­ingu hafi komið Þor­steini til hjálp­ar og sótt aðstoð í Árbæj­arþrek. Veitt var fyrsta hjálp og hon­um komið und­ir lækn­is­hend­ur. Hann andaðist á sjúkra­húsi sl. mánu­dag.
 
Þor­steinn, sem var líf­færa­gjafi, fædd­ist 14. janú­ar 1978. Hann læt­ur eft­ir sig tvær dæt­ur. 
 
„Barna- og ung­lingaráð og stjórn­end­ur í Fylki boðuðu til fund­ar á sunnadags­kvöld­inu með þeim sem vitni urðu að at­vik­inu og aðstand­end­um. Þór Hauks­son, sókn­ar­prest­ur í Árbæj­ar­kirkju, var viðstadd­ur fund­inn. Áfram verður lögð áhersla á að hlúa að þeim sem komu að mál­inu.
 
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir fjölskyldu og aðstandendum Þorsteins innilegar samúðarkveðjur.

Samstarfsaðilar