Fréttir


Jó­hann­es í tíma­bundið leyfi hjá ÍBV

24-06-2015
Knatt­spyrnuráð ÍBV vill upp­lýsa að Jó­hann­es Þór Harðar­son, þjálf­ari karlaliðs ÍBV í knatt­spyrnu, mun þurfa að taka sér leyfi frá störf­um vegna veik­inda í fjöl­skyldu hans.
 
 
Þetta kom fram í frétta­til­kynn­ingu fé­lags­ins.Jóhannes Harðarson tók við liði Eyjamanna fyrir tímabilið.
 
Ingi Sig­urđs­son og Tryggvi Guđ­munds­son munu stýra liðinu í leik helgar­inn­ar þar sem ÍBV tek­ur á móti sterku liði Breiðabliks.
 
ÍBV er í 11. og næst­neðsta sæti deild­ar­inn­ar með fimm stig eft­ir níu um­ferðir.

Samstarfsaðilar