Fréttir


Tryggvi rek­inn frá ÍBV

29-06-2015
Tryggva Guðmunds­syni hef­ur verið vikið frá störf­um úr þjálf­arat­eymi ÍBV að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

At­hygli vakti að Tryggvi var ekki á bekkn­um hjá Eyja­mönn­um í gær þegar þeir lögðu Breiðablik í Pepsi-deild­inni og var sú skýr­ing gef­in út að hann væri veik­ur.
 
ÍBV hef­ur nú sent frá sér fréttal­kynn­ingu þar sem seg­ir:
 
„Stjórn knatt­spyrnuráđs karla hjá ÍBV og Tryggvi Guðmunds­son komust í morg­un að sam­komu­lagiTryggvi Guðmundsson. um starfs­lok hans hjá fé­lag­inu. Ástæða starfs­loka hans er til­kom­in vegna brots í starfi og tek­ur gildi frá og með deg­in­um í dag.“
 
Tryggvi var ráðinn aðstoðarþjálf­ari ÍBV fyr­ir tíma­bilið en þessi fyrr­um leikmaður fé­lags­ins er marka­hæsti leikmaður efstu deild­ar karla frá upp­hafi.
 
Ingi Sig­urðsson stýrði Eyjaliðinu í sig­ur­leikn­um gegn Blik­un­um í gær í fjar­veru Jó­hann­es­ar Harðar­son­ar en hann er í tíma­bundnu leyfi frá störf­um vegna veik­inda í fjöl­skyldu hans.

Samstarfsaðilar